Innlent

Gunnar Birgisson hugsanlega brotlegur við lög

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.

Úttekt á viðskiptum Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ er lokið. Skýrsluna vann endurskoðunarfyrirtækið Deloitte. Minnihluti Kópavogsbæjar hefur sakað Gunnar Birgisson um óeðlileg viðskipti við fyrirtækið sem er í eigu dóttur hans og eiginmanns hennar.

Í tilkynningu sem Samfylkingin sendi frá sér kemur fram að lög um opinber innkaup hafi verið brotin. Þá virðist Kópavogsbær vera aðal viðskiptavinur Frjálsrar miðlunar og eðli viðskiptanna óljós.

Í tilkynningu segir jafnframt að tilboða hafi ekki verið leitað í verkefni og ekki gerður hagkvæmnissamanburður og almennt hafi ekki verið gerðir skriflegir samningar við Frjálsa miðlun.

Ennfremur segir í skýrslu Deloitte að ekki liggi fyrir í einhverjum tilfellum fyrir hvað var greitt. Þá er sérstaklega nefnt viðskipti sem vörðuðu afmælisrit og gagnvirkt götukort.

Þá virðast reikningar sem tengjast sömu verkefnum vera bókaðir á mismunandi bókhaldslykla og/eða rangt bókaðir.

Að lokum virðist Kópavogsbær hafa verið stærsti viðskiptavinur Frjálsrar miðlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×