Robbie Fowler skoraði fjórða mark sitt í fimm leikjum fyrir Liverpool í dag þegar liðið marði sigur á Blackburn á Ewood Park 1-0. Markið kom á 29. mínútu leiksins og voru leikmenn Blackburn ósáttir því þeim þótti markið ekki hafa átt að standa vegna rangstöðu. Þetta var sjöundi sigur Liverpool í röð í deildinni og nú vantar liðið aðeins eitt stig úr síðustu leikjunum til að tryggja sæti sitt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Enn skorar Fowler
