Innlent

Gauksi kominn aftur heim

Fagnaðarfundir urðu á lögreglustöðinni í Keflavík rétt fyrir þrjú þegar eigandi dísarpáfagauks sem villst hafði að heiman vitjaði fuglsins hjá lögreglunni. Eigandinn kom með búr fuglsins, - og gauksfrúin fékk að koma með.

Karlfuglinn hafði flogið út á vit ævintýranna, og svo ölvaður var hann af frelsinu, að hann fann ekki leiðina heim. Ekki leit þó út fyrir að kerlan ætlaði að erfa þetta við hann, heldur var hún fegin að endurheimta karlinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×