Íslenski boltinn

Logi: Erfiður en mikilvægur sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Logi Ólafsson náði þremur stigum af Grindavík.
Logi Ólafsson náði þremur stigum af Grindavík.

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var ánægður með sigurinn nauma gegn Grindavík.

„Við vissum að þetta gæti orðið barningur og þetta var mjög erfitt. Við lékum mjög erfiðan leik í Evrópukeppninni og gerðum okkur alveg grein fyrir því að við vorum að mæta mjög góðu fótboltaliði þó úrslitin hafi ekki verið að falla með þeim frekar en okkur," sagði Logi.

„Þetta var virkilega kærkominn, erfiður og mikilvægur sigur. Grindavík er með leikmenn eins og Grétar, Auðun, Scott Ramsey og Ondo-bræðurna. Þessir menn eru mjög flinkir fótboltamenn og eru hluti af góðu liði. Ég hef trú á því að þeir rísi upp."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×