Íslenski boltinn

Bjarni: Sváfum á verðinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. Mynd/Daníel

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að hafa lent snemma undir í leiknum gegn ÍBV í dag. Eyjamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

„Það var ferlegt að byrja leikinn ekki almennilega og þurfa að elta þetta mark sem þeir skoruðu. Við sváfum einfaldlega á verðinum þar," sagði Bjarni eftir leikinn.

„En mér fannst við samt spila ágætlega í leiknum en vorum svolítið óþolinmóðir í sókninni. Þau færi sem við náðum að skapa okkur nýttum við ekki nógu vel."

Stjarnan vann FH í síðustu umferð og Bjarni segir að það hafi verið slæmt að hafa ekki náð að fylgja þeim sigri eftir. „Samt fannst mér við ekki illa stemmdir fyrir þennan leik. Boltinn gekk ágætlega manna á milli og við fengum svo annað markið á okkur þegar við gáfum allt okkar í að reyna að jafna leikinn."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×