Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:53 Grindavík Vísir/Egill Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir
Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16