Handtekinn með tvær milljónir króna í reiðufé og síma sem aðeins var hægt að nota fyrir dulkóðuð samskipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 12:23 Norræna í höfn á Seyðisfirði. vísir Annar Íslendinganna sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum var með 15.600 evrur, eða rúmar tvær milljónir króna, á sér í umslagi þegar hann var handtekinn. Þá var hann líka með Blackberry-síma sem aðeins var hægt að nota til að eiga dulkóðuð samskipti. Frá þessu er greint í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar sem kveðinn var upp yfir manninum í seinustu viku. Í kjölfar þess að maðurinn var handtekinn var gerð húsleit heima hjá honum. Þar fundust 25 iKort en iKortið er alþjóðlegt inneignarkort en fyrirtækið sem gefur kortin út „hefur sérhæft sig í kortalausnum fyrir þá sem vilja ekki vera með hefðbundin kort sem bankar gefa út.“ Þegar kortin voru skoðuð kom í ljós að á tímabilinu 22. júlí til 10. september síðastliðinn voru lagðar inn rúmar átta milljónir króna á kortin og á fimm daga tímabili í september, nánar tiltekið 12. til 17. september, voru teknar út rúmlega 7 milljónir af kortunum.Sjá einnig: Lögregla telur sig á slóð höfuðpaurannaLögreglan elti Hollendinginn frá Seyðisfirði til Reykjavíkur Tveir Íslendingar sitja í haldi vegna málsins en samkvæmt úrskurðinum lögðu þeir peningana inn á kortin og þá voru þau virkjuð úr símanúmerunum þeirra. Lögreglan telur að peningarnir hafi verið notaðir til að greiða fyrir fíknefnin sem smyglað var til landsins. Upphaf málsins má rekja til þess að þann 22. september síðastliðinn kom Hollendingur til Seyðisfjarðar með Norrænu og var bifreið sem hann hafði til umráða flutt með ferjunni. Hefur Íslendingurinn sem handtekinn var með Blackberry-símann viðurkennt að hafa verið á Seyðisfirði þennan dag en segist hafa verið þar á ferðalagi. Lögreglan veitti bifreiðinni sem Hollendingur var á eftirför og var henni ekið til Reykjavíkur og þaðan til Keflavíkur á tímabilinu 22. september til 25. september en þá fór Hollendingurinn úr landi. Sjá einnig: Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víkiÍslendingarnir aldrei langt undan Á leið sinni til Reykjavíkur þann 23. september nam Hollendingurinn staðar en lögreglan sá þar aðra bifreið sem Íslendingurinn hafði tekið á bílaleigu þremur dögum áður. Daginn eftir, þann 24. september, var Hollendingurinn staddur við Laugaveg og sá lögreglan þá aðra bifreið skammt frá. Var þar þá kominn annar bíll sem Íslendingurinn hafði tekið á leigu. Var hann búinn að skila fyrri bílaleigubílnum og hafði honum þá verið ekið 1853 kílómetra. Á sama tíma og Hollendingurinn og Íslendingurinn voru á Laugavegi sást til hins Íslendingsins sem situr í varðhaldi vegna málsins. Þennan sama dag ók Hollendingurinn svo til Suðurnesja og veitti lögreglan honum eftirför. Þegar bílnum var lagt við veitingastað í Keflavík tók lögreglan eftir bílnum sem Íslendingurinn hafði tekið á leigu. Skömmu síður stigu svo Íslendingarnir tveir út. Þegar Hollendingurinn keyrði síðan á hótel í Keflavík fylgdu Íslendingarnir honum eftir, og enn var lögreglan líka á hælunum á honum. Daginn eftir fór hann svo með flugi frá Íslandi og lagði bílnum sínum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll. Þremur dögum síðar kom hann svo aftur hingað og var þá annar Hollendingur með honum í för. Þeir óku hvor á sínum bílnum að gistiheimili en lögreglan sá bílinn sem annar Íslendingurinn hafði tekið á leigu nokkrum dögum fyrr skammt undan þegar Hollendingurinn sótti bíl sinn á bílastæðið á Keflavíkurflugvelli.Yfir 20 kíló af sterkum efnum Hollendingarnir tveir voru svo handteknir á gistiheimilinu en í bíl Hollendingsins fundust 19,5 kíló af amfetamíni og 2,5 kíló af kókaíni. Annar Íslendingurinn var svo handtekinn skammt frá í bílnum sem hann hafði tekið á leigu, með fyrrnefndan pening og Blackberry-síma á sér. Hinn Íslendingurinn var svo handtekinn heima hjá sér en í bílnum hans fundust umbúðir utan af símanum og blað með númerum iKortanna sem síðar fundust annars staðar. Fjórmenningarnir hafa allir verið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í september. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi til 22. desembers en eru ekki lengur í einangrun. Tengdar fréttir Hollenski fanginn ber Hreiðari og Magnúsi vel söguna Tuttugu og sjö ára gamall Hollendingur sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni er kominn á Kvíabryggju. 30. nóvember 2015 09:30 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34 Hæstiréttur staðfesti að verjendur í fíkniefnamáli þurfi ekki að víkja Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taldi þá hafa brotið fjölmiðlabann. 15. október 2015 15:32 Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Annar Íslendinganna sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum var með 15.600 evrur, eða rúmar tvær milljónir króna, á sér í umslagi þegar hann var handtekinn. Þá var hann líka með Blackberry-síma sem aðeins var hægt að nota til að eiga dulkóðuð samskipti. Frá þessu er greint í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar sem kveðinn var upp yfir manninum í seinustu viku. Í kjölfar þess að maðurinn var handtekinn var gerð húsleit heima hjá honum. Þar fundust 25 iKort en iKortið er alþjóðlegt inneignarkort en fyrirtækið sem gefur kortin út „hefur sérhæft sig í kortalausnum fyrir þá sem vilja ekki vera með hefðbundin kort sem bankar gefa út.“ Þegar kortin voru skoðuð kom í ljós að á tímabilinu 22. júlí til 10. september síðastliðinn voru lagðar inn rúmar átta milljónir króna á kortin og á fimm daga tímabili í september, nánar tiltekið 12. til 17. september, voru teknar út rúmlega 7 milljónir af kortunum.Sjá einnig: Lögregla telur sig á slóð höfuðpaurannaLögreglan elti Hollendinginn frá Seyðisfirði til Reykjavíkur Tveir Íslendingar sitja í haldi vegna málsins en samkvæmt úrskurðinum lögðu þeir peningana inn á kortin og þá voru þau virkjuð úr símanúmerunum þeirra. Lögreglan telur að peningarnir hafi verið notaðir til að greiða fyrir fíknefnin sem smyglað var til landsins. Upphaf málsins má rekja til þess að þann 22. september síðastliðinn kom Hollendingur til Seyðisfjarðar með Norrænu og var bifreið sem hann hafði til umráða flutt með ferjunni. Hefur Íslendingurinn sem handtekinn var með Blackberry-símann viðurkennt að hafa verið á Seyðisfirði þennan dag en segist hafa verið þar á ferðalagi. Lögreglan veitti bifreiðinni sem Hollendingur var á eftirför og var henni ekið til Reykjavíkur og þaðan til Keflavíkur á tímabilinu 22. september til 25. september en þá fór Hollendingurinn úr landi. Sjá einnig: Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víkiÍslendingarnir aldrei langt undan Á leið sinni til Reykjavíkur þann 23. september nam Hollendingurinn staðar en lögreglan sá þar aðra bifreið sem Íslendingurinn hafði tekið á bílaleigu þremur dögum áður. Daginn eftir, þann 24. september, var Hollendingurinn staddur við Laugaveg og sá lögreglan þá aðra bifreið skammt frá. Var þar þá kominn annar bíll sem Íslendingurinn hafði tekið á leigu. Var hann búinn að skila fyrri bílaleigubílnum og hafði honum þá verið ekið 1853 kílómetra. Á sama tíma og Hollendingurinn og Íslendingurinn voru á Laugavegi sást til hins Íslendingsins sem situr í varðhaldi vegna málsins. Þennan sama dag ók Hollendingurinn svo til Suðurnesja og veitti lögreglan honum eftirför. Þegar bílnum var lagt við veitingastað í Keflavík tók lögreglan eftir bílnum sem Íslendingurinn hafði tekið á leigu. Skömmu síður stigu svo Íslendingarnir tveir út. Þegar Hollendingurinn keyrði síðan á hótel í Keflavík fylgdu Íslendingarnir honum eftir, og enn var lögreglan líka á hælunum á honum. Daginn eftir fór hann svo með flugi frá Íslandi og lagði bílnum sínum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll. Þremur dögum síðar kom hann svo aftur hingað og var þá annar Hollendingur með honum í för. Þeir óku hvor á sínum bílnum að gistiheimili en lögreglan sá bílinn sem annar Íslendingurinn hafði tekið á leigu nokkrum dögum fyrr skammt undan þegar Hollendingurinn sótti bíl sinn á bílastæðið á Keflavíkurflugvelli.Yfir 20 kíló af sterkum efnum Hollendingarnir tveir voru svo handteknir á gistiheimilinu en í bíl Hollendingsins fundust 19,5 kíló af amfetamíni og 2,5 kíló af kókaíni. Annar Íslendingurinn var svo handtekinn skammt frá í bílnum sem hann hafði tekið á leigu, með fyrrnefndan pening og Blackberry-síma á sér. Hinn Íslendingurinn var svo handtekinn heima hjá sér en í bílnum hans fundust umbúðir utan af símanum og blað með númerum iKortanna sem síðar fundust annars staðar. Fjórmenningarnir hafa allir verið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í september. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi til 22. desembers en eru ekki lengur í einangrun.
Tengdar fréttir Hollenski fanginn ber Hreiðari og Magnúsi vel söguna Tuttugu og sjö ára gamall Hollendingur sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni er kominn á Kvíabryggju. 30. nóvember 2015 09:30 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34 Hæstiréttur staðfesti að verjendur í fíkniefnamáli þurfi ekki að víkja Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taldi þá hafa brotið fjölmiðlabann. 15. október 2015 15:32 Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Hollenski fanginn ber Hreiðari og Magnúsi vel söguna Tuttugu og sjö ára gamall Hollendingur sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni er kominn á Kvíabryggju. 30. nóvember 2015 09:30
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34
Hæstiréttur staðfesti að verjendur í fíkniefnamáli þurfi ekki að víkja Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taldi þá hafa brotið fjölmiðlabann. 15. október 2015 15:32
Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38