Enski boltinn

Adam Johnson: Verð að hafa báðar fætur á jörðinni

Adam Johnson er örvfættur en hefur verið notaður á hægri kantinum hjá City með góðum árangri.
Adam Johnson er örvfættur en hefur verið notaður á hægri kantinum hjá City með góðum árangri.

„Ég gleðst yfir því að talað er um mig í sömu andrá og enska landsliðið. Ég er samt enn ungur og óreyndur," segir Adam Johnson, leikmaður Manchester City.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur gefið í skyn að Johnson fái tækifærið í vináttulandsleik gegn Mexíkó 24. maí.

„Maður verður að hafa báðar fætur á jörðinni. Ég var að spila í 1. deildinni í janúar. Ég ætla bara að halda áfram að leggja hart að mér og verða eins góður og ég get orðið." Johnson sem er vængmaður hefur vakið mikla athygli síðan hann kom til Manchester City frá Middlesbrough á 7 milljónir punda í janúar. Meiðsli David Beckham og Aaron Lennon gera það að verkum að Johnson gæti spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði.

„Johnson hefur heillað mig. Nú þarf hann bara mikilvægt að hann fái að kynnast því að spila með landsliðinu," sagði Fabio Capello. Búist er við að Capello muni opinbera 30 manna undirbúningshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið þann 16. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×