Ánægjan með ESB mælist í lágmarki Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júní 2016 06:00 Leiðtogar þriggja Evrópusambandslanda á fundi í Brussel nýverið: Angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og FranÇois Hollande, forseti Frakklands. Fréttablaðið/EPA Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu. Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum. Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB. Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu. Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB. Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB. Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs. Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu. Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum. Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB. Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu. Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB. Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB. Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs. Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira