Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2015 14:46 Denis Fokin á leið í dómssal fyrir héraði árið 2007. vísir/GVA Konstantin Deniss Fokin, eistneskur ríkisborgari sem hlotið hefur dóma hér á landi, í heimalandi sínu og öðrum Evrópuríkjum, verður í gæsluvarðhaldi til 7. janúar. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London. Fokin virðist hafa haldið sig annars staðar eftir að hafa afplánað dóminn hér á landi en sneri aftur til Íslands í sumar. Var hann handtekinn þann 27. júlí grunaður um að hafa svikið út farmiðann sem hann ferðaðist á til landsins. Í greinargerð Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, kemur fram að í farangri Fokin hafi fundist fjöldi muna sem ætla megi að séu ekki í eigu hans. Þar á meðal eru greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Ákæra hafi nú þegar verið gefin út vegna ætlaðra fjársvika við greiðslu flugbókana frá 26. júlí að andvirði 327 þúsund krónur. Það mál sé til meðferðar í augnablikinu. Var Fokin í gæsluvarðhaldi vegna málsins til 26. ágúst en hefur síðan verið í farbanni.Bókaði flug fyrir mömmu sína á kortanúmerum annarra Lögregla hóf svo nýja rannsókn á Fokin í lok október, bæði fyrir áþekk brot og sömuleiðis auðgunarbrot sem tengjast verðmætum munum sem fundust í híbýlum Eistans. Á fjögurra daga tímabili í lok október voru gerðar fimm mismunandi bókanir í flug til landsins á nafni móður Fokin. Við greiðsluna voru samtals gerðar 28 tilraunir til að greiða með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Fyrir liggur að allar bókanirnar voru framkvæmdar af aðila á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin hefur dvalist í farbanni sínu. Hann hafi meðfram dvöl sinni starfað á gistiheimilinu sem næturvörður í sjálfboðaliðu. Þar sem bókanirnar gengu ekki í gegn fór Fokin á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og greiddi fyrir farmiða á nafni móður sinnar, sem hann hafði áður bókað símleiðis, í reiðufé. Var Fokin strax grunaður um aðild að málinu og handtekinn þann 2. nóvember. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna.Fann mögulega handskrifað blað með kortanúmerum Að sögn lögreglu er rannsókn vel á veg komin en ekki lokið. Framburður Fokin sé ótrúverðugur og skýringar hans um margt fjarstæðukenndar. Hann neiti alfarið aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar. Hann gengst þó við því að hafa reynt að bóka miða símleiðis og gefið þær skýringar að nauðsynlegt hefði verið að gefa upp greiðslukortanúmer annarra manna til að geta fegnið upp gefið númer flugbókunar sem hann hafi ætlað að staðgreiða í framhaldinu. Sem hann hafi svo gert. Þá segist hann einnig mögulega hafa fundið handskrifað blað með kortanúmerum á gistiheimilinu þar sem hann starfaði. Hann hafi ekkert viljað tjá sig um munina sem fundust í vistarverum hans. Vegna nýja málsins var farið fram á gæsluvarðhald til 7. janúar og vísað til þess að ekki sé völ á vægari úrræðum. Fokin eigi sér mjög langa sögu fjársvika erlendis og fjölmarga dóma á árunum 2004 til 2014, meðal annars hér á landi árið 2007. Féllst héraðsdómur á gæsluvarðhaldsbeiðnina og Hæstiréttur staðfesti hana í gær eins og lesa má um hér. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Konstantin Deniss Fokin, eistneskur ríkisborgari sem hlotið hefur dóma hér á landi, í heimalandi sínu og öðrum Evrópuríkjum, verður í gæsluvarðhaldi til 7. janúar. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London. Fokin virðist hafa haldið sig annars staðar eftir að hafa afplánað dóminn hér á landi en sneri aftur til Íslands í sumar. Var hann handtekinn þann 27. júlí grunaður um að hafa svikið út farmiðann sem hann ferðaðist á til landsins. Í greinargerð Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, kemur fram að í farangri Fokin hafi fundist fjöldi muna sem ætla megi að séu ekki í eigu hans. Þar á meðal eru greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Ákæra hafi nú þegar verið gefin út vegna ætlaðra fjársvika við greiðslu flugbókana frá 26. júlí að andvirði 327 þúsund krónur. Það mál sé til meðferðar í augnablikinu. Var Fokin í gæsluvarðhaldi vegna málsins til 26. ágúst en hefur síðan verið í farbanni.Bókaði flug fyrir mömmu sína á kortanúmerum annarra Lögregla hóf svo nýja rannsókn á Fokin í lok október, bæði fyrir áþekk brot og sömuleiðis auðgunarbrot sem tengjast verðmætum munum sem fundust í híbýlum Eistans. Á fjögurra daga tímabili í lok október voru gerðar fimm mismunandi bókanir í flug til landsins á nafni móður Fokin. Við greiðsluna voru samtals gerðar 28 tilraunir til að greiða með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Fyrir liggur að allar bókanirnar voru framkvæmdar af aðila á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin hefur dvalist í farbanni sínu. Hann hafi meðfram dvöl sinni starfað á gistiheimilinu sem næturvörður í sjálfboðaliðu. Þar sem bókanirnar gengu ekki í gegn fór Fokin á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og greiddi fyrir farmiða á nafni móður sinnar, sem hann hafði áður bókað símleiðis, í reiðufé. Var Fokin strax grunaður um aðild að málinu og handtekinn þann 2. nóvember. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna.Fann mögulega handskrifað blað með kortanúmerum Að sögn lögreglu er rannsókn vel á veg komin en ekki lokið. Framburður Fokin sé ótrúverðugur og skýringar hans um margt fjarstæðukenndar. Hann neiti alfarið aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar. Hann gengst þó við því að hafa reynt að bóka miða símleiðis og gefið þær skýringar að nauðsynlegt hefði verið að gefa upp greiðslukortanúmer annarra manna til að geta fegnið upp gefið númer flugbókunar sem hann hafi ætlað að staðgreiða í framhaldinu. Sem hann hafi svo gert. Þá segist hann einnig mögulega hafa fundið handskrifað blað með kortanúmerum á gistiheimilinu þar sem hann starfaði. Hann hafi ekkert viljað tjá sig um munina sem fundust í vistarverum hans. Vegna nýja málsins var farið fram á gæsluvarðhald til 7. janúar og vísað til þess að ekki sé völ á vægari úrræðum. Fokin eigi sér mjög langa sögu fjársvika erlendis og fjölmarga dóma á árunum 2004 til 2014, meðal annars hér á landi árið 2007. Féllst héraðsdómur á gæsluvarðhaldsbeiðnina og Hæstiréttur staðfesti hana í gær eins og lesa má um hér.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira