Fótbolti

Eigandi Cardiff rak hægri hönd Mackay og réði vin sonar síns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vincent Tan
Vincent Tan nordicphotos/getty
Vincent Tan, eigandi Cardiff City, hefur rekið Iain Moody sem hefur verið hægri hönd Malky Mackay, knattspyrnustjóra liðsins.

Moody hefur að undanförnu og unnið náið með Mackay og aðstoðaði stjórann meðal annars við þau sumarkaup sem gengu í gegn hjá nýliðum Cardiff.

Vincent Tan réði þess í stað Kazakhstani Alisher Apsalyamov sem mun vera náinn vinur sonar eigandans og ráðningin því gríðarlega umdeild hjá félaginu.

Apsalyamov mun ekki hafa neina reynslu af slíkri stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×