Íslenski boltinn

Blikar fá nýjan markvörð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er búinn að leysa markvarðavandræði Blika.
Ólafur Kristjánsson er búinn að leysa markvarðavandræði Blika. Mynd/Anton

Markvörðurinn Ingvar Þór Kale hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik en það kemur fram á heimasíðunni blikar.is

Ingvar hefur leikið með Víkingum undanfarin ár og staðið sig ákaflega vel enda oft talinn með frambærilegri markvörðum landsins.

Hann hefur nú aftur á móti ákveðið að söðla um og flytja sig yfir í Kópavoginn. Þar mun hann fylla skarð Danans Casper Jacobsen sem hefur verið öflugur í Blikamarkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×