Páll Óskar söng óvænt fyrir börnin á Álftaborg 19. nóvember 2010 09:15 Páll Óskar fór húsavillt en lét það ekki á sig fá og tók lagið fyrir krakkana á Álftaborg, sem glöddust mjög við heimsóknina. Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álftaborgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið. „Hann heillaði okkur algjörlega upp úr skónum,“ segir Anna Ágústsdóttir, leikskólastjóri á Álftaborg, en leikskólinn fékk óvænta heimsókn frá Páli Óskari Hjálmtýssyni á miðvikudagsmorguninn. „Hann kemur inn á kaffistofu og spyr okkur hvar Lyngás sé til húsa og vissi greinilega að hann hefði farið húsavillt. Við vísuðum Palla á réttan stað og spurðum hann í leiðinni hvort hann væri ekki til í að taka lagið fyrir krakkana, sem hann gerði, og þau sungu líka fyrir hann,“ segir Anna, og bætir því við að lagið hans Palla hafi hljómað stanslaust það sem eftir lifði dags á leikskólanum. Haraldur Diego fékk heldur betur að heyra af komu Páls Óskars, en hann á þriggja ára son á Álftaborg. „Ég fer að sækja litla strákinn minn á leikskólann og þegar ég kem er starfsmaður að aðstoða hann í föt. Hún spyr strákinn hvort hann vilji ekki segja pabba hver hafi komið í heimsókn, hann horfir á mig og segir: „Gordjöss! Gordjöss kom í heimsókn“,“ segir Haraldur, sem gat ekki annað en hlegið við frásögnina. „Ég verð að viðurkenna að Páll Óskar var ekkert sérstaklega hátt skrifaður hjá mér en hann hefur verið að skríða upp vinsældalistann. Þarna skreið hann síðan algjörlega á toppinn,“ segir Haraldur. Fréttablaðið hafði samband við Pál Óskar, sem fannst heimsóknin hin ánægjulegasta. „Ég var á leiðinni á Lyngás, þar sem ég var að veita styrk, og fór bara húsavillt. Þær báðu mig um að taka lagið fyrir krakkana og ég gerði það. Þetta var án efa ánægjulegasta óvænta heimsókn sem ég hef farið í,“ segir Palli léttur í bragði. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álftaborgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið. „Hann heillaði okkur algjörlega upp úr skónum,“ segir Anna Ágústsdóttir, leikskólastjóri á Álftaborg, en leikskólinn fékk óvænta heimsókn frá Páli Óskari Hjálmtýssyni á miðvikudagsmorguninn. „Hann kemur inn á kaffistofu og spyr okkur hvar Lyngás sé til húsa og vissi greinilega að hann hefði farið húsavillt. Við vísuðum Palla á réttan stað og spurðum hann í leiðinni hvort hann væri ekki til í að taka lagið fyrir krakkana, sem hann gerði, og þau sungu líka fyrir hann,“ segir Anna, og bætir því við að lagið hans Palla hafi hljómað stanslaust það sem eftir lifði dags á leikskólanum. Haraldur Diego fékk heldur betur að heyra af komu Páls Óskars, en hann á þriggja ára son á Álftaborg. „Ég fer að sækja litla strákinn minn á leikskólann og þegar ég kem er starfsmaður að aðstoða hann í föt. Hún spyr strákinn hvort hann vilji ekki segja pabba hver hafi komið í heimsókn, hann horfir á mig og segir: „Gordjöss! Gordjöss kom í heimsókn“,“ segir Haraldur, sem gat ekki annað en hlegið við frásögnina. „Ég verð að viðurkenna að Páll Óskar var ekkert sérstaklega hátt skrifaður hjá mér en hann hefur verið að skríða upp vinsældalistann. Þarna skreið hann síðan algjörlega á toppinn,“ segir Haraldur. Fréttablaðið hafði samband við Pál Óskar, sem fannst heimsóknin hin ánægjulegasta. „Ég var á leiðinni á Lyngás, þar sem ég var að veita styrk, og fór bara húsavillt. Þær báðu mig um að taka lagið fyrir krakkana og ég gerði það. Þetta var án efa ánægjulegasta óvænta heimsókn sem ég hef farið í,“ segir Palli léttur í bragði. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira