Fótbolti

Eiður Smári í leikmannahóp Monaco á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Arnþór
Eiður Smári Guðjohnsen hefur aftur unnið sér sæti í átján manna leikmannahópi AS Monaco eftir að hafa verið í kuldanum í síðustu þremur leikjum síðasta árs.

AS Monaco mætir FC Tours í frönsku bikarkeppninni í dag en leikurinn hefst klukkan 18.00.

Eiður Smári skoraði sitt fyrsta mark fyrir Monaco í æfingaleik gegn neðrideildarliði á dögunum. FC Tours leikur í næstefstu deild í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×