Kerry til þjónustu reiðubúinn 30. júlí 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu flokksins í gærkvöld og flutti mikilvægustu ræðuna á ferli sínum. Kerry lagði megináherslu á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam og að hann yrði sterkur og stöðugur leiðtogi. "Ég heiti John Kerry og ég tilkynni mig til þjónustu reiðubúinn," sagði Kerry í ræðu sinni í dag við dynjandi lófaklapp áheyrenda. Troðfullt var í Fleet höllinni í gær og stemmningin mikil enda vissu þaulvanir laikstjórar þingsins hvernig magna ætti upp stemmningu með tónlist ljósadýrð og tilfinningaþrungnum frásögnum fjölskydu Kerrys og félaga hans úr Víetnam stríðinu. Kerry reyndi að sannfæra efasemdarmenn um að hann væri fær um að stýra bandarísku þjóðinni í gegnum erfiða tíma og gæti vel sinnt starfi æðsta yfirmanns hersins. Hann lagði áherslu á herþjónustu sína í Víetnam, sagðist vita hvað það væri að berjast í stríði og að það ætti ávallt að vera síðasta úrræðið. Hann myndi þó beita því úrræði til að verja hagsmuni þjóðarinnar með eða án samþykkis og samvinnu alþjóðasamfélagsins. "Sem forseti mun ég taka upp aftur fornar hefðir þjóðarinnar. Bandaríkin fara aldrei í stríð af því við viljum það. Við förum aðeins í stríð af því við neyðumst til þess." Hann ræddi einnig um gildi, trú og þjóðernishyggju og hann skilgreindi þau gildi upp á nýtt. Repúblikanar hafa alla jafna eignað sér þessa þætti en Kerry sótti á þeirra mið og sagði engan hafa einkarétt á bandaríska fánanum. Hann lofaði betri tíð og styrkari stjórn sem segði þjóðinni sannleikann. Gagnrýnin á stjórn Bush forseta var greinileg og óvægin þó að Kerry nefndi hvorki Bush né Cheney á nafn. Ræðan snérist einkum um forystu og leiðtogahæfileika. Kerry reyndi að virka forsetalegur frekar en kumpánalegur sem margir telja þó mikilvægt í kosningabaráttunni. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um að þann mannlega þátt hafi vantað. Ræðan var einkum ætluð óákveðnum kjósendum og nú er spurningin hvernig þeir bregðast við. Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu flokksins í gærkvöld og flutti mikilvægustu ræðuna á ferli sínum. Kerry lagði megináherslu á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam og að hann yrði sterkur og stöðugur leiðtogi. "Ég heiti John Kerry og ég tilkynni mig til þjónustu reiðubúinn," sagði Kerry í ræðu sinni í dag við dynjandi lófaklapp áheyrenda. Troðfullt var í Fleet höllinni í gær og stemmningin mikil enda vissu þaulvanir laikstjórar þingsins hvernig magna ætti upp stemmningu með tónlist ljósadýrð og tilfinningaþrungnum frásögnum fjölskydu Kerrys og félaga hans úr Víetnam stríðinu. Kerry reyndi að sannfæra efasemdarmenn um að hann væri fær um að stýra bandarísku þjóðinni í gegnum erfiða tíma og gæti vel sinnt starfi æðsta yfirmanns hersins. Hann lagði áherslu á herþjónustu sína í Víetnam, sagðist vita hvað það væri að berjast í stríði og að það ætti ávallt að vera síðasta úrræðið. Hann myndi þó beita því úrræði til að verja hagsmuni þjóðarinnar með eða án samþykkis og samvinnu alþjóðasamfélagsins. "Sem forseti mun ég taka upp aftur fornar hefðir þjóðarinnar. Bandaríkin fara aldrei í stríð af því við viljum það. Við förum aðeins í stríð af því við neyðumst til þess." Hann ræddi einnig um gildi, trú og þjóðernishyggju og hann skilgreindi þau gildi upp á nýtt. Repúblikanar hafa alla jafna eignað sér þessa þætti en Kerry sótti á þeirra mið og sagði engan hafa einkarétt á bandaríska fánanum. Hann lofaði betri tíð og styrkari stjórn sem segði þjóðinni sannleikann. Gagnrýnin á stjórn Bush forseta var greinileg og óvægin þó að Kerry nefndi hvorki Bush né Cheney á nafn. Ræðan snérist einkum um forystu og leiðtogahæfileika. Kerry reyndi að virka forsetalegur frekar en kumpánalegur sem margir telja þó mikilvægt í kosningabaráttunni. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um að þann mannlega þátt hafi vantað. Ræðan var einkum ætluð óákveðnum kjósendum og nú er spurningin hvernig þeir bregðast við.
Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira