Innlent

Grímuklæddir þjófar lentu í átökum við starfsmann apóteks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Akureyri.
Atvikið átti sér stað á Akureyri.
Karlmaður og kona, með grímur fyrir andlitum sínum og vopnuð kúbeini, réðust inn í Akureyrarapótek í Kaupangi á Akureyri í hádeginu í gær. Til átaka kom á milli þessara aðila og starfsmanns apóteksins, sem hlaut minni háttar áverka á höfði. Maðurinn og konan reyndu síðan að flýja af vettvangi en voru handsömuð af vegfarendum sem leið áttu hjá og var þeim haldið þar til lögregla kom á vettvang.

Um er að ræða einstaklinga á þrítugsaldri sem marg oft hafa komið við sögu lögreglu áður. Þau voru bæði í mjög annarlegu ástandi og fannst lítilræði af fíkniefnum á karlmanninum. Þau voru vistuð í fangageymslu og farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.