Innlent

Erfið ákvörðun en nauðsynleg

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir ákvörðun um að skera niður þorskkvótann um 63 þúsund tonn hafi verið erfið og honum sé fullljóst að hún skapa mikinn vanda fyrir sjávarbyggðir í landinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Ráðherra segist hafa hugleitt að fara mildari leið í kvótamálinu en það hafi hins vegar opnað á þann möguleika að skera þyrfti niður kvóta aftur að ári liðnu. Þessi ákvörðun hafi því verið nauðsynleg upp á framtíðina að gera. „Ég vildi leggja fram tillögu sem ekki leiddi til þess að við þyrftum að skera niður aftur á næsta ári," sagði ráðherra.

Þá kom fram í máli ráðherra hann geri sér fulla grein fyrir þeim vandamálum sem þessi mikli niðurskurður á eftir að valda. Því hafi ríkisstjórnin ákveðið að grípa til mótvægisaðgerða til að milda þau áhrif. Meðal annars með því að aðstoða sjávarútvegsfyrirtæki og byggja upp fjölbreyttari atvinnutækifæri í sjávarbyggðum.

Ráðherra segist vona að þessi ákvörðun komi til með styrkja þorskstofninn og hægt verði að auka aflaheimildir fljótlega á næstu árum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×