Fótbolti

Rússneskur sjónvarpsupptökurmaður flýgur á hausinn

Skondið atvik átti sér stað í aðdraganda leiks Yenisey Kasnoyarsk og Shinnik Yaroslavl í b-deild rússneska boltans í dag.

Leikmenn beggja liða höfðu stillt sér upp og beðið var eftir því að rússneski þjóðsöngurinn færi í gang. Sjónvarpsupptökumaður virtist átta sig á því að hann væri orðinn of seinn að mynda þegar þjóðsöngurinn fór í gang og tók á sprett.

Í flýtinum rak hann fót sinn í brún sem aðskilur hlaupabrautina frá grasinu með þeim afleiðingum að hann flaug á hausinn. Hlátur braust út á vellinum og leikmenn beggja liða brostu í kampinn.

Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda einbeitingu í þjóðsöngnum vegna falls myndatökumannsins sem þurfti aðstoð læknaliðs í kjölfarið.

Engum sögum fer af ástandi tökumannsins sem bera þurfti af vellinum. Vonandi eru meiðsli hans ekki alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×