Innlent

Dagur vináttu Íslands og Grænlands haldinn hátíðlegur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Dagur vináttu Íslands og Grænlands verður haldinn í dag klukkan 14 í Hörpu. Dagurinn markar hápunkt Grænlandsdaga, sem hófust í Melabúðinni á föstudaginn, og teygja sig um alla Reykjavík fram í næstu viku.

Kynntar verða ævintýraferðir til Grænlands, gersemar frá Grænlandi verða á boðstólum og efnt er til tónleika í Kaldalóni. Á tónleikunum í Kaldalóni, sem hefjast kl. 15 munu grænlenskir og íslenskir tónlistarmenn koma fram, m.a. Anda Kuitse, dáðasti trommudansari Grænlands, tríóið Appisimaar frá Kulusuk, Pálmi Gunnarsson, Ragnheiður Gröndal, Edvard Lárusson, Birgir Baldursson og Bjartmar Guðlaugsson. Allur ágóði rennur til starfs Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, og Hróksins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi.

Að Grænlandsdögum standa Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið, Kalak og Hrókurinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×