Fótbolti

Pulsan fræga er lögð af stað til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hitatjaldið og allt sem því tilheyrði er hér komið inn í gám frá Eimskip.
Hitatjaldið og allt sem því tilheyrði er hér komið inn í gám frá Eimskip. Mynd/Twitter/Sports & Stadia

Hitatjaldið sem á að verja Laugardalsvöllinn fyrir Vetri konungi er komið í skip og á leið til Íslands.

Það snjóar mikið á Laugardalsvöllinn í dag nú þegar aðeins 28 dagar eru í að Ísland tekur þar á móti Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020.

Knattspyrnusamband Íslands lét vita af því á samfélagsmiðlum sínum að hitatjaldið, sem er jafnan kallað pulsan í daglegu máli, hafi lagt af stað til Íslands í gær.



KSÍ birti þá tíst frá Sports & Stadia um að allt dótið væri komið inn í gám og lagt af stað til Íslands.

Fjórir starfsmenn Sports & Stadia munu síðan fljúga til Íslands í næstu viku en það verður í þeirra höndum að setja upp pulsuna og vakta hana fram að leiknum.

Pulsan heldur hita á vellinum og hjálpar grasinu að verða tilbúið fyrir leikinn en það er jafnframt laus að hún má ekki við því að lenda í vondu veðri enda tekur hún auðveldlega vind.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×