Fótbolti

Ögmundur hélt hreinu í öruggum sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ögmundur og Birkir eftir leik með Hammarby í sumar.
Ögmundur og Birkir eftir leik með Hammarby í sumar. Mynd/Guðmundur Svansson
Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson héldu hreinu í 3-0 sigri Hammarby á Atvidabergs í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en með sigrinum skaust Hammarby upp í 8. sæti.

Leikmenn Atvidabergs vissu að allt nema þrjú stig í dag þýddu að liðið væri endanlega fallið niður um deild en félagið var aðeins með fimmtán stig eftir 26 leiki.

Staðan var markalaus í hálfleik en Mats Solheim kom gestunum í Hammarby yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Fredrik Torsteinbo bætti síðan við tveimur mörkum fyrir Hammerby og sendi Atvidabergs endanlega niður um deild.

Birkir Már og Ögmundur voru að vanda í byrjunarliði Hammarby og léku allar 90 mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×