Innlent

RÚV tapaði nærri 300 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tap á rekstri Ríkisútvarpsins á nýliðnu rekstrarári nam 271 milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var rétt fyrir fréttir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma RÚV hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×