Innlent

Óku tugi kílómetra til þess að handtaka ölvaðan mann

Lögreglan á Selfossi handtók verulega ölvaðan mann aðfaranótt sunnudags en húsráðendur sumarbústaðs skammt frá Geysi í Haukadal höfðu skotið skjólhúsi yfir manninn þar sem hann hafði orðið viðskila við félaga sína.

Hann þakkaði hinsvegar fyrir sig með ólátum og því þurftu húsráðendur að kalla á lögreglu.

Þrír lögreglumenn þurftu því að fara 70 kílómetra leið til að sinna þessu verkefni. Þegar þeir komu á staðinn var óbreytt ástand á manninum og því óhjákvæmilegt að handataka hann og vista í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×