Innlent

Mokað um land allt

Vetrarfærð er nánast um allt land og víða verið að ryðja eða hreinsa vegi. Það er hálka á Sandskeiði og á Hellisheiði þar sem gengur á með éljum. Annars eru hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fróðárheiði er ófær og vegna veðurs er óvíst um mokstur. Annars er víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Vestulandi. Vetrarfærð er einnig á Vestfjörðum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og eins er ófært norður í Árneshrepp. Annars staðar er verið að moka þar sem einhver fyrirstaða er.

Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja - og éljagangur, einkum austan til. Lágheiði er ófær. Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur og vegurinn um Öxi er ófær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×