Innlent

Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið

Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið nálægt Bláfjallaafleggjara nú fyrir stundu. „Þetta er 22 hjóla trukkur sem liggur hérna á hliðinni." segir fréttamaður Stöðvar 2, sem er á staðnum.



Bíllinn liggur um 15 metra frá veginum. Bílstjórinn er ómeiddur. Ekki er vitað um tildrög óhappsins að svo stöddu. Mjólkurtankurinn var tómur þegar óhappið átti sér stað.

Engar tafir eru á umferðinni. Lögreglan er á vettvangi.

„Ég bara missti stjórn á bílnum í hálkunni," sagði bílstjórinn við fréttamann Stöðvar 2 á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×