Erlent

Bretar hafna viðræðum um Falklandseyjar

Óli Tynes skrifar
Orrustan um Falklandseyjar var stutt en mannskæð. Hér springur breskt herskip eftir eldflaugaárás Argentínumanna.
Orrustan um Falklandseyjar var stutt en mannskæð. Hér springur breskt herskip eftir eldflaugaárás Argentínumanna.

Bretar hafa hafnað nýjum kröfum Argentínumanna um viðræður um framtíð Falklandseyja.

Kröfurnar voru væntanlega settar fram þar sem Gordon Brown forsætisráðherra er nú á leiðtogafundi í nágrannaríkinu Chile.

Bæði Bretland og Argentína gera tilkall til Falklandseyja sem Argentínumenn kalla Las Malvinas.

Herforingjastjórn í Argentínu hertók eyjarnar árið 1982. Margrét Thatcher sem þá var forsætisráðherra Bretlands sendi herskipaflota þangað sem tók eyjarnar aftur.

Þetta var kallað með tilgangslausari stríðum síðustu aldar og var þó af ýmsu að taka.

Íbúar á Falklandseyjum eru um þrjúþúsund talsins. Kindur eru þar nokkuð fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×