Íslenski boltinn

Leiknir vann botnslaginn í Njarðvík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jakob Spangsberg skoraði bæði mörk Leiknis í kvöld. Mynd/Leiknir.com
Jakob Spangsberg skoraði bæði mörk Leiknis í kvöld. Mynd/Leiknir.com

Leiknir úr Breiðholti vann útisigur á Njarðvík 2-0 í kvöld. Fyrir leikinn voru þetta tvö neðstu lið 1. deildarinnar en Leiknir náði að lyfta sér upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og Njarðvíkingar eru komnir á botninn.

Daninn Jakob Spangsberg skoraði bæði mörk leiksins snemma leiks.

Hann kom Leikni yfir með marki úr vítaspyrnu og bætti síðan við öðru marki með skalla eftir sendingu Guðlaugar Andra Axelssonar.

Aðrir leikir í 10. umferð 1. deildar verða leiknir um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×