Lífið

Pierce Brosnan kann að halda sér ungum

Pierce Brosnan í dag. MYND/Getty.
Pierce Brosnan í dag. MYND/Getty.

Leikarinn Pierce Brosnan, 55 ára, lítur vel út miðað við aldur enda hefur hann áttað sig á því að gráu hárin gera hann ellilegri í útliti. Brosnan notar dökkbrúnan háralit sem gerir hann unglegri.

Það var tekið eftir nýja háralit Brosnan þegar hann mætti á frumsýningu myndarinnar Mamma Mia! sem fram fór í Berlín í fyrradag.

Myndin er byggð á Abba-söngleiknum vinsæla Mama Mia. Brosnan, sem lék James Bond á sínum tíma, leikur á móti Meryl Streep í myndinni sem fjallar um unga konu sem reynir að komast að því hver faðir hennar er.



Pierce Brosnan árið 2007.

Brosnan leikur Sam, einn af hugsanlegum feðrum stúlkunnar. „Ég sagði strax „já" því ég vissi að ég myndi vinna með Meryl Streep," sagði Brosnan. „Ég sá líka söngleikinn í London og fannst hann alveg yndislegur. Þetta verður frábært, að geta eytt tíma með Meryl á einhverri grískri eyju, syngjandi Abba-lög."




























Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.