Innlent

Slökktu eld í geymslu í Hjallalundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í hádeginu í dag.
Frá vettvangi í hádeginu í dag. Vísir/Sveinn
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út að íbúðarhúsnæði við Hjallalund á Akureyri um tólfleytið í dag vegna tilkynningar um eld í geymslu.

Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvliðsmenn bar að garði en þeir reykræstu í framhaldinu stigaganginn.

Skemmdir eru taldar minniháttar samkvæmt upplýsingum frá slökkvliðinu á Akureyri en lögregla hefur eldsupptök til rannsóknar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×