Enski boltinn

Wilshere forsíðuefni fyrir rifrildi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, virðist kominn í klandur eftir að myndir birtust af honum fyrir utan næturklúbb um helgina.

Málið er til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í morgun og er á forsíðu enska götublaðsins The Sun.

Wilshere mun hafa lent í deilum inn á skemmtistað og að rifrildið hafi náð út á götu. Hann sást svo eiga í samskiptum við lögreglu vegna málsins.

Wilshere hefur ekkert spilað á tímabilinu með Arsenal vegna meiðsla en hóf æfingar á ný fyrir helgi. Hann mun nú reyna að koma sér í form fyrir EM í Frakklandi í sumar.

Hvorki hann né fulltrúar Arsenal hafa tjáð sig um málið í enskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×