Íslenski boltinn

Davíð Þór með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH. Mynd/Daníel

Íslandsmeistarar FH-inga þurfa að spila manni færri í 70 mínútur í leik sínum á móti Keflavík í Pepsi-deildinni eftir að fyrirliði liðsins, Davíð Þór Viðarsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 20 mínútna leik.

Davíð Þór fékk rauða spjaldið fyrir að toga niður Hauk Inga Guðnason sem var að sleppa einn í gegn. Kristinn Jakobsson rak hann réttilega útaf.

Davíð Þór Viðarsson fékk einnig rautt spjald í fyrri hálfleik á móti Fjölni í fyrra. Hann var þá rekinn útaf eftir 29 mínútur þegar staðan var 2-0 fyrir FH. FH vann leikinn 2-0. Það var Þóroddur Hjaltalín sem rak Davíð Þór út í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×