Innlent

Byssumaður í 10/11

Karlmaður í annarlegu ástandi kom inn í 10-11 verslunina við Austurstræti á sjöunda tímanum í morgun og miðaði startbyssu á viðskiptavini og starfsfólk, án þess að krefjast neins. Þegar hann varð þess áskynja að búið var að kalla á lögreglu, hljóp hann út en kom aftur byssulaus. Hann var handtekinn á vettvangi og vísaði á byssuna og þrjár aðrar púður skammbyssur, sem hann hafði falið utandyra. Auk þess fanst falsaður fimm þúsund króna seðill í fórum hans. Hann verður yfirheyrður í dag.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×