Fótbolti

Bandaríkin á HM | Aron sat allan leikinn á bekknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum þegar Bandaríkjamenn lögðu Mexíkó, 2-0, á heimavelli í Ohio í undankeppni HM í nótt.

Með sigrinum tryggði liðið sér sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári.

Eddie Johnson og Landon Donovan gerðu sitt markið hvor í leiknum en Bandaríkjamenn eru í efsta sæti riðilsins með 16 stig og Kostaríkumenn í því öðru með 15 stig. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara beint á HM og fjórða sætið tekur þátt í ákveðna umspili.

Bandaríkjamenn geta aldrei fallið neðar en þriðja sætið í riðlinum og því eru þeir komnir á HM.

Aron tók þá ákvörðun í sumar að leika frekar með bandaríska landsliðinu en því íslenska og var þetta í annað sinn sem leikmaðurinn var valinn í landsliðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×