„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ 7. maí 2009 08:00 Ragnar erling hermannsson „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira