Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 21:08 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira