Erlent

Ekki fallið frá máli Króata

Ante Gotovina
Ante Gotovina

Dómari hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur hafnað því að falla frá máli er snýr að þremur króatískum hershöfðingjum sem eru sakaðir um að hafa myrt, ofsótt og hrakið Serba úr Króatíu árið 1995.

Hershöfðingjarnir Ante Gotovina, Mladen Markac og Ivan Cermak eru álitnir hetjur í heimalandi sínu fyrir framgöngu sína í Júgóslavíustríðinu. Saksóknari við stríðsglæpadómstólinn er hins vegar á öndverðum meiði og segir þá hafa átt þátt í að myrða og hrekja úr landi þúsundir Serba.

Verjendur þremenninganna fóru fram á að málin yrðu látin niður falla þar sem saksóknari hefði ekki náð að koma fram með nægar sannanir á því ári sem liðið er frá því að réttarhöldin hófust. - kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×