Erlent

Sýking banar níu börnum

Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa fyrirskipað að gerð skuli ítarleg rannsókn í Shandong-héraðinu í austurhluta landsins til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu handa-, fóta- og munnsjúkdóms sem geisað hefur á svæðinu og dregið að minnsta kosti níu börn til dauða á tveimur vikum. Sjúkdómsins hefur ekki áður orðið vart á svæðinu.

Heilbrigðisyfirvöld ætla að láta rannsaka að minnsta kosti 600 þorp í Shandong-héraðinu. Þar að auki verður gerð rannsókn í öðrum héruðum en að minnsta kosti nítján börn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins um allt land frá því í lok síðasta mánaðar. - kh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×