Fjögurra ára fangelsi fyrir fjölda líkamsárása 30. mars 2007 15:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður. Ákæran í málinu er umfangsmikil og skipt niður í fjóra ákæruliði. Í þeim fyrsta var Steindóri Hreini gefið að sök að hafa ráðist á konu sem var leigubílstjóri og tekið hana hálstaki og kýlt hana ítrekað í andlitiið. Atvikið átti sér stað í mars í fyrra og sagðist Steindór ekki muna eftir því. Hann var hins vegar sakfelldur út frá framburði konunnar. Í öðrum ákærulið var Steindóri Hreini og öðrum manni gefið sök líkamsárás með því að ráðast á mann fyrir utan Nætursöluna á Akureyri í febrúar í fyrra en félagi Steindórs var jafnframt ákærður fyrir að eyðileggja gleraugu fórnarlambsins. Voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás en maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa eyðilagt gleraugun. Í þriðja ákærulið var Steindóri Hreini, Kristjáni Halldóri og þriðja manni gefið að sök meðal annars húsbrot og Steindóri Hreiðari og Kristjáni líkamsárásir í heimahúsi á Akureyri í maí í fyrra, þar á meðal árás þar sem notuð var hafnaboltakylfa og þar sem klippt var framan af fingri eins fórnarlambanna með greinaklippu. Steindór játaði á sig brotin í þessum ákærulið en Kristján ekki en dómnum þótti sannað að hann hefði komið að þeim. Í fjórða ákæruliðnum var Steindór Hreinn ákærður fyrir líkamsárás í ágúst síðastliðnum í tengslum við hópslagsmál á Akureyri. Sagði Steíndór að hann hefði óvart kýlt manninn í slagsmálunum og að hann hefði greitt honum skaðabætur og var hann því sýknaður af þessum ákærulið. Steindór á að baki langan sakaferil og í ljósi þess að um ítrekunarbrot var að ræða og að eitt brotanna var hrottafengið var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Kristján Halldór á líka að baki langan sakaferil og meðal annars í ljósi alvarleika eins brotanna var hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Steindór og Kristján voru ásamt þriðja manni, sem sakfelldur var en ekki gerð sérstök refsing, dæmdir til að greiða fórnarlömbum sínum á fjórðu milljón króna í skaðabætur. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður. Ákæran í málinu er umfangsmikil og skipt niður í fjóra ákæruliði. Í þeim fyrsta var Steindóri Hreini gefið að sök að hafa ráðist á konu sem var leigubílstjóri og tekið hana hálstaki og kýlt hana ítrekað í andlitiið. Atvikið átti sér stað í mars í fyrra og sagðist Steindór ekki muna eftir því. Hann var hins vegar sakfelldur út frá framburði konunnar. Í öðrum ákærulið var Steindóri Hreini og öðrum manni gefið sök líkamsárás með því að ráðast á mann fyrir utan Nætursöluna á Akureyri í febrúar í fyrra en félagi Steindórs var jafnframt ákærður fyrir að eyðileggja gleraugu fórnarlambsins. Voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás en maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa eyðilagt gleraugun. Í þriðja ákærulið var Steindóri Hreini, Kristjáni Halldóri og þriðja manni gefið að sök meðal annars húsbrot og Steindóri Hreiðari og Kristjáni líkamsárásir í heimahúsi á Akureyri í maí í fyrra, þar á meðal árás þar sem notuð var hafnaboltakylfa og þar sem klippt var framan af fingri eins fórnarlambanna með greinaklippu. Steindór játaði á sig brotin í þessum ákærulið en Kristján ekki en dómnum þótti sannað að hann hefði komið að þeim. Í fjórða ákæruliðnum var Steindór Hreinn ákærður fyrir líkamsárás í ágúst síðastliðnum í tengslum við hópslagsmál á Akureyri. Sagði Steíndór að hann hefði óvart kýlt manninn í slagsmálunum og að hann hefði greitt honum skaðabætur og var hann því sýknaður af þessum ákærulið. Steindór á að baki langan sakaferil og í ljósi þess að um ítrekunarbrot var að ræða og að eitt brotanna var hrottafengið var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Kristján Halldór á líka að baki langan sakaferil og meðal annars í ljósi alvarleika eins brotanna var hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Steindór og Kristján voru ásamt þriðja manni, sem sakfelldur var en ekki gerð sérstök refsing, dæmdir til að greiða fórnarlömbum sínum á fjórðu milljón króna í skaðabætur.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira