Innlent

Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna

Bragi Guðbrandsson.
Bragi Guðbrandsson. MYND/Vilhelm

Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu.

Samkvæmt tilkynningu frá Barnaverndarstofu tekur samningurinn meðal annars til aðgerða á sviði forvarna, málsmeðferðar við rannsóknir mála, refsiramma brota, stuðnings við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra, meðferðar og eftirlits með kynferðisbrotamönnum og alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. Sett verður á laggirnar eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsins.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var fulltrúi Íslands í þessari vinnu. Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evrópuráðinu síðar á þessu ári en gangi það eftir er um að ræða fyrsta alþjóðasamning þessarar tegundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×