Innlent

Styðja starf Rauða krossins í Mósambík

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styðja við starf Rauða krossins í Mósambík með þriggja milljóna króna framlagi vegna þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þar. Margir hafa misst heimili sín vegna flóða í mið- og suðurhluta landsins og sprengingar í gömlu vopnabúri ollu miklu tjóni.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er talið að á þriðja þúsund hafi misst heimili sín í flóðunum og hefur hjálparstarfið meðal annars miðað að því að veita húsaskjól, matvæli, öruggt drykkjarvatn, læknisþjónustu og salernisaðstöðu. Þá vinnur Rauði krossinn í Mósambík að því ásamt öðrum hjálparstofnunum að hreinsa nágrenni vopnageymslunnar sem sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×