Innlent

Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum.

Aðfaranætur laugardags og sunnudags var svo brotist inn í verslunina og söknuðu eigendur hennar meðal annars svokallaðs stinningartækis fyrir karlmenn. Þegar myndir úr öryggismyndavél voru skoðaðar lék lítill vafi á því að pilturinn hefði verið þar á ferð í bæði skiptin og var hann handtekinn þegar hann kom í búðina aftur í gær, í fjórða skiptið á fjórum dögum. Lögregla segir engar skýringar hafa fengist á þessu hátterni piltsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×