Fótbolti

Enn eitt tapið hjá Nordsjælland

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel
Lið Ólafs Kristjánssonar, Nordsjælland, tapaði í kvöld fimmta leik af síðustu sex hjá liðinu.

Að þessu sinni tapaði liðið gegn Bröndby, 3-1.

Ólafur var með fjóra Íslendinga í liði sínu síðast en aðeins einn komst í liðið í kvöld og það var Guðmundur Þórarinsson.

Rúnar Alex Rúnarsson, Adam Örn Arnarson og Guðjón Baldvinsson voru allir á bekknum. Adam spilaði síðustu 26 mínútur leiksins.

Nordsjælland er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×