Innlent

Síðustu göngurnar um Kárahnjúkasvæðið í sumar

Tilkomumikill hreintarfur.
Tilkomumikill hreintarfur. MYND/Brynjólfur Brynjúlf

Þeir sem hafa hugsað sér að skoða landið sem hverfur undir Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ættu að fara að skipuleggja ferðir þangað því í haust verður vatni hleypt á hið margumtalaða Hálslón. Gönguhópurinn Augnablik hefur gengið um "landið sem hverfur" í þrjú sumur og þetta fjórða sumar verður að öllum líkindum hið síðasta.

Á svæðinu eru tilkomumiklar fossaraðir og gífurleg gljúfur, að ógleymdum hreindýrunum sem halda sig meðal annars inni á Kringilsárrana. Einnig er þetta varpsvæði grágæsa og heiðagæsa og má víða sjá hreiður þeirra milli þúfna.

Í ferðum Augnabliks hefur Ásta Arnardóttir jógakennari leitt jógaæfingar kvölds og morgna og myndast því oft sérstakt andrúmsloft í fjallakyrrðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×