„Svona tækifæri gefast ekki oft á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Bræðurnir með Sverri Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram, á milli sín. Fram keypti Jóhannes Karl frá ÍA en kaupverð var ekki gefið upp. fréttablaðið/vilhelm „Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira