„Svona tækifæri gefast ekki oft á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Bræðurnir með Sverri Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram, á milli sín. Fram keypti Jóhannes Karl frá ÍA en kaupverð var ekki gefið upp. fréttablaðið/vilhelm „Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
„Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira