„Svona tækifæri gefast ekki oft á ferlinum“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Bræðurnir með Sverri Einarsson, formann knattspyrnudeildar Fram, á milli sín. Fram keypti Jóhannes Karl frá ÍA en kaupverð var ekki gefið upp. fréttablaðið/vilhelm „Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Við hættum að rífast að miklu leyti þegar við komum úr barnaskóla. Ég held að þetta verði farsælt samstarf,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, nýjasti liðsmaður Fram, en hann kemur til félagsins frá ÍA. Í Safamýrinni mun hann spila undir stjórn bróður síns, Bjarna. „Þegar manni gefst tækifæri til að vinna með bróður sínum þá hugsar maður sig vel um. Mér leist virkilega vel á þetta verkefni hjá honum. Það er búið að hreinsa mikið til hérna. Fólki leist kannski ekki vel á þetta til að byrja með en Bjarni vissi vel hvað hann var að gera. Hann vissi að þessi hreinsun yrði að eiga sér stað. Það er kominn tími til að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni og mér líst því vel á þetta verkefni.“ Miðjumaðurinn öflugi hafði úr mörgu að velja en segir að valið hafi samt verið nokkuð auðvelt. „Erfiðasta ákvörðunin var í raun sú að vera ekki áfram á Skaganum. Þar bý ég með fjölskyldu minni og strákarnir mínir spila með ÍA. Ég vildi spila áfram í Pepsi-deildinni og það er því miður ekki hægt með ÍA. Svo er líka heillandi að taka þátt í svona verkefni með bróðir mínum. Svona tækifæri gefst ekki oft á ferlinum.“ Bjarni hefur verið duglegur að semja við unga og efnilega leikmenn og Jóhannes er fyrsti reynslumikli leikmaðurinn sem fer í Fram. Jóhannes gerir sér grein fyrir því hvernig þetta verkefni verður. „Þetta verður mjög erfitt. Þetta er alveg nýtt lið og ungir strákar. Þetta verður því örugglega upp og niður hjá okkur. Markmiðin eru samt skýr. Það er að byggja upp lið til framtíðar og ég vil taka þátt í því. Þó svo ég sé gamli maðurinn í liðinu þá finnst mér ég alltaf vera tvítugur. Ég ætla að reyna að gefa af mér og miðla til þessara ungu drengja. Vonandi get ég hjálpað þeim að bæta sig sem leikmenn.“Þurftum smá vigt Kátasti maðurinn á blaðamannafundi Framara í gær var líklega Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. „Við vissum frá upphafi að við þyrftum að fá smá vigt með ungu strákunum. Þegar við fórum að ræða við Jóa þá gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Sverrir. Jóhannes var samningsbundinn ÍA og Fram þurfti því að kaupa hann. Sverrir vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði það vera sanngjarnt. „Skagamenn voru mjög liðlegir við hann og þetta gekk smurt fyrir sig. Ég held að við séum búnir að loka hringnum með þessum kaupum. Við vorum að fá unga stráka til okkar til þess að láta þá spila. Mér fannst best hvað Jói var spenntur fyrir því að koma til okkar. Eðlilega hjálpar til að bróðir hans er hérna. Við gætum ekki verið kátari með þetta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira