Íslensk tæknistörf til útlanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2017 20:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ. Vísir/Sigurjón Ólason Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur ráðið erlenda tækni- og hugbúnaðarsérfræðinga sem eru með vinnuaðstöðu erlendis en starfa í raun hér á landi. Til dæmis er algengt að starfsfólkið sé frá Serbíu þar sem vinnuafl er ódýrt. Lögfræðingur ASÍ segir alþjóðlega samkeppni um vinnuafl fylgja tækniþróun. Hjá því verði ekki komist, en nauðsynlegt sé að tryggja að samkeppnin verði knúin áfram af þekkingu en ekki undirboði. „Það er slæmt ef samkeppnisforskot landa fer að snúast um að bjóða lág laun og að þetta verði kapphlaup á botninn, ef svo má segja, þannig að verkefni hreyfingarinnar, bæði þeirrar íslensku og evrópsku og um allan heim, er að tryggja að þessi alþjóðavæðing og tæknivæðing verði á forsendum fólksins en ekki á forsendum auðvaldsins," segir Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ. Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir vöntun á tæknimenntuðu fólki skýra þetta að hluta. „Núna á þessu ári erum við að útskrifa yfir 200 manns. Höfum aldrei útskrifað fleiri og nánast allir okkar nemendur eru komnir með vinnu áður en þeir útskrifast," segir Yngvi. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að aukinn fjöldi tæknimenntaðra muni grípa í tómt eftir útskrift þar sem störfin hafi færst til útlanda. „Það er bara takmörkuð gerð af verkefnum sem þú getur sent út og reynslan hefur verið svolítið misjöfn í því. Eftirspurnin er bara að aukast svo hratt að þetta eru eðlileg viðbrögð við því. Svo erum við að tala um alþjóðavæðinguna og sameiginlega vinnumarkaðinn og svona. Þetta er bara veruleikinn sem við komum til með að búa við. Að sama skapi eru okkar nemendur að fá störf erlendis," segir Yngvi. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur ráðið erlenda tækni- og hugbúnaðarsérfræðinga sem eru með vinnuaðstöðu erlendis en starfa í raun hér á landi. Til dæmis er algengt að starfsfólkið sé frá Serbíu þar sem vinnuafl er ódýrt. Lögfræðingur ASÍ segir alþjóðlega samkeppni um vinnuafl fylgja tækniþróun. Hjá því verði ekki komist, en nauðsynlegt sé að tryggja að samkeppnin verði knúin áfram af þekkingu en ekki undirboði. „Það er slæmt ef samkeppnisforskot landa fer að snúast um að bjóða lág laun og að þetta verði kapphlaup á botninn, ef svo má segja, þannig að verkefni hreyfingarinnar, bæði þeirrar íslensku og evrópsku og um allan heim, er að tryggja að þessi alþjóðavæðing og tæknivæðing verði á forsendum fólksins en ekki á forsendum auðvaldsins," segir Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ. Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir vöntun á tæknimenntuðu fólki skýra þetta að hluta. „Núna á þessu ári erum við að útskrifa yfir 200 manns. Höfum aldrei útskrifað fleiri og nánast allir okkar nemendur eru komnir með vinnu áður en þeir útskrifast," segir Yngvi. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að aukinn fjöldi tæknimenntaðra muni grípa í tómt eftir útskrift þar sem störfin hafi færst til útlanda. „Það er bara takmörkuð gerð af verkefnum sem þú getur sent út og reynslan hefur verið svolítið misjöfn í því. Eftirspurnin er bara að aukast svo hratt að þetta eru eðlileg viðbrögð við því. Svo erum við að tala um alþjóðavæðinguna og sameiginlega vinnumarkaðinn og svona. Þetta er bara veruleikinn sem við komum til með að búa við. Að sama skapi eru okkar nemendur að fá störf erlendis," segir Yngvi.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira