Spice nýja tískudópið á Litla-Hrauni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. september 2016 07:00 Spice er hið nýja tískudóp fanga á Litla-Hrauni. Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi en þaðan kemur nafnið. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir að fangelsið hafi aukið eftirlit með notkun spice en það mældist ekki áður við sýnatöku fanga. „Við erum byrjaðir að finna Spice innan veggja fangelsisins. Það hafa komið upp þó nokkur tilvik á stuttum tíma en er hægt að kalla það faraldur,“ segir Halldór. Efnið kom fyrst á borð fangelsisyfirvalda hér á landi fyrir um níu árum þegar fangar á Norðurlöndum byrjuðu að reykja það í fangelsum í Skandinavíu en það tók langan tíma að berast til Íslands. „Spice getur litið alla vega út, eins og kaffikorgur, krydd eða hvað sem er. Við erum vakandi hér á Litla-Hrauni og erum oft að finna alveg ótrúlegustu hluti frá gestum og föngum hvort sem það er spice, sýra eða annað sem er verið að reyna að koma til fanga. Stutt er síðan við fundum sýru sem leit út eins og blaðsnepill og bar ekki nein önnur merki en að vera blaðsnepill. En okkur fannst eitthvað grunsamlegt við að koma með eitt blað inn í fangelsið og prófuðum blaðsnepilinn. Hann reyndist vera sýra. Það er allt reynt eins og dæmin sanna og það mun ekkert breytast. Það eru alltaf einhverjir sem vilja koma eitri inn fyrir veggi fangelsisins. Við erum að búa okkur betur undir fleiri tilvik af spice og þó það sé erfitt vegna þess hve fá áhöld eru til að greina efnin sem eru í spice, þá eru þau til.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Spice er hið nýja tískudóp fanga á Litla-Hrauni. Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi en þaðan kemur nafnið. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir að fangelsið hafi aukið eftirlit með notkun spice en það mældist ekki áður við sýnatöku fanga. „Við erum byrjaðir að finna Spice innan veggja fangelsisins. Það hafa komið upp þó nokkur tilvik á stuttum tíma en er hægt að kalla það faraldur,“ segir Halldór. Efnið kom fyrst á borð fangelsisyfirvalda hér á landi fyrir um níu árum þegar fangar á Norðurlöndum byrjuðu að reykja það í fangelsum í Skandinavíu en það tók langan tíma að berast til Íslands. „Spice getur litið alla vega út, eins og kaffikorgur, krydd eða hvað sem er. Við erum vakandi hér á Litla-Hrauni og erum oft að finna alveg ótrúlegustu hluti frá gestum og föngum hvort sem það er spice, sýra eða annað sem er verið að reyna að koma til fanga. Stutt er síðan við fundum sýru sem leit út eins og blaðsnepill og bar ekki nein önnur merki en að vera blaðsnepill. En okkur fannst eitthvað grunsamlegt við að koma með eitt blað inn í fangelsið og prófuðum blaðsnepilinn. Hann reyndist vera sýra. Það er allt reynt eins og dæmin sanna og það mun ekkert breytast. Það eru alltaf einhverjir sem vilja koma eitri inn fyrir veggi fangelsisins. Við erum að búa okkur betur undir fleiri tilvik af spice og þó það sé erfitt vegna þess hve fá áhöld eru til að greina efnin sem eru í spice, þá eru þau til.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira