Innlent

Forsetinn hefur staðfest búvörulögin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur staðfest með undirskrift sinni búvörulögin og þar með nýjan búvörusamning. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Búvörulögin voru samþykkt á Alþingi 13. september síðastliðinn með nítján atkvæðum gegn sjö. Þá sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn samningunum en þeir sem að lokum samþykktu þá til laga. Samningarnir eru til tíu ára en gert er ráð fyrir endurskoðun þeirra eftir þrjú ár.

Nýverið var efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem skorað var á forseta Íslands að synja lögunum, en þegar þetta er skrifað hafa 4.459 manns ritað nafn sitt á listann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×