Ekki eins ómögulegt að vera bíllaus og margir halda Una Sighvatsdóttir skrifar 22. september 2016 21:00 Að lifa án bíls á Íslandi er ekki eins ómögulegt og margir halda, að mati hjóna með eitt barn sem fara allra sinna leiða gangandi eða í strætó. Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er einmitt í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign.Hátt í einn bíll á hvern Íslending Þess sáust lítil merki á háannatíma á Hringbraut Reykjavíkur að í dag væri bíllausi dagurinn. Íslendingar eru enda í fimmta sæti á heimsvísu yfir þær þjóðir heims sem eiga flesta bíla, eða hátt í bíla á hverja þúsund íbúa. Markmið bíllausa dagsins er að hvetja fólk til að huga að öðrum og umhverfisvænni samgöngumöguleikum. Evrópskar borgir eins og Kaupmannahöfn, Brussel og París halda upp á daginn í ár með því að loka stórum borgarhlutum fyrir bílaumferð.Að jafnaði 45 mínútur í bíl á hverjum degi Í Reykjavík hefur einkabíllinn verið ríkjandi ferðamáti á í áratugi og það er lítið að breytast. Hér eyðir meðalmaðurinn 45 mínútum inni í bíl á hverjum einasta degi. 78% íbúa höfuðborgarsvæðisins fara milli staða á eigin bíl og hlutfallið fer í 81% að meðtöldum þeim sem eru farþegar í einkabíl. Algjör minnihluti ferðast mest á hjóli, eða aðeins 4% en örlítið fleiri fara fótgangandi (6%) eða með strætó (7%).Komust upp á lagið með bílleysið í Svíþjóð Í Hlíðunum í Reykjavík býr fjölskylda sem tilheyrir einmitt þessum minnihlutahópi. Eins og á við um marga þá tileinkuðu þau Friðrik Steinn Friðriksson og Brynja Sveinsdóttir sér bíllausan lífsstíl á meðan þau voru í námi erlendis og segja þetta að stórum hluta spurningu um hurgarfar. „Eftir að hafa búið í Stokkhólmi þá fengum við að kynnast því að samgöngur geta tekiðlangan tíma, við vorum held ég bæði 40 mínútur í skólann,“ segir Friðrik Steinn og Brynja tekur undir. „Já maður vandist því svolítið að gefa sér tíma til að komast á milli staða og frekar en að hugsa um að komast hratt frá punkti A að punkti B þá frekar aðgeta bara setið og lesið bók eða hlustað á tónlist."Umferðarteppa á Miklubraut.GVAHeppin að vera vel tengd með strætó Hugarfarið skilar fólki þó aðeins hálfa leið. Þau segjast heppin að geta skipulagt líf sitt innan lítils radíus. Brynja tekur strætó í vinnuna í Kópavog en vinna og skóli hjá feðgunum eru í göngufjarlægð frá heimilinu. „Ég geng eiginlega allt sem ég fer. Svo náttúrulega tekur maður strætó eða eða fær lánaðan bíl. Það er nú bara þannig borgarskipulag sem við búum í,” segir Friðrik.Hata ekki einkabílinn Þau þverneita því fyrir að vera sérstakir hatursmenn einkabílsins, eins og þeim sem lifa bíllausum lífsstíl er stundum brigslað um. „Nei, nei. Við erum með bílpróf og eins og ég segi þá fáum við alveg lánaðan bíl. Það eru örugglegu fleiri sem eru ástríðufyllri í þessu en við. Þetta bara hentar okkur,” segir Friðrik Steinn.Fleiri ættu að kanna hvort þetta gangi upp Brynja segir það líka hafa komið ánægjulega á óvart hversu vel það gangi upp hjá þeim að vera bíllaus á Íslandi þótt hér sé ekki lestarsamgöngukerfi eins og þau áttu að venjast í Stokkhólmi. „Við höfum kannski komist að því að þetta er auðveldara en maður bjóst við. Það sem kom mér allavega á óvart er hvað strætó getur sinnt því hlutverki, ég bjóst einhvern veginn við því að það yrði allt miklu flóknara að gera þetta hérna heima.“ Margir haldi að það sé bara hægt að vera bíllaus í útlöndum en sú sé ekki raunin. „Auðvitað væri frábært að sjá lestar á Íslandi, en fólk mætti samt alveg athuga held ég oftar hvort þetta sé hægt með þeim úrræðum sem eru til staðar.“Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að stefnt sé að því bæta þjónustu strætó enn frekar með frekari upplýsingagjöf með hjálp nútímatækni eins og appsins, sem gefið hefur góða raun.Strætó boðar nýjungar Í tilefni bíllausa dagsins var einmitt ókeypis í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag og verður áfram til miðnættis. Fréttastofa hitti Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóra strætó sem segist hiklaust finna fyrir því að fleiri nýti sér þessar almenningssamgöngur. Þjónustan sé enda auðveld, það þurfi bara að læra á hana. „Við sjáum að það eru fleiri og fleiri að koma. Bæði seljum við fleiri kort en áður og appið hefur tikkað gríðarlega vel inn, þetta er auðveldur greiðslumáti og það hjálpar til," segir Jóhannes. Hann tekur undir að það geti þurft smá breytingu á hugarfari hjá þeim sem eru að byrja að nota strætó í daglegu lífi. Almenningssamgöngur hai hinsvegar mikinn meðbyr núna um allan heim og strætó hyggst nýta sér það, m.a. með því að nýta tækninýjungar til að bæta þjónustuna. „Við ætlu að koma upp sjálfvirku talningakerfi, þróa appið áfram og nýta talningakerfið til að koma upplýsingum til notenda janfnóðum um það til dæmis hvort vagninn sé fullur eða hálfur og svo framvegis.“ Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Að lifa án bíls á Íslandi er ekki eins ómögulegt og margir halda, að mati hjóna með eitt barn sem fara allra sinna leiða gangandi eða í strætó. Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er einmitt í dag, en fáar þjóðir heims slá Íslendingum við þegar kemur að bílaeign.Hátt í einn bíll á hvern Íslending Þess sáust lítil merki á háannatíma á Hringbraut Reykjavíkur að í dag væri bíllausi dagurinn. Íslendingar eru enda í fimmta sæti á heimsvísu yfir þær þjóðir heims sem eiga flesta bíla, eða hátt í bíla á hverja þúsund íbúa. Markmið bíllausa dagsins er að hvetja fólk til að huga að öðrum og umhverfisvænni samgöngumöguleikum. Evrópskar borgir eins og Kaupmannahöfn, Brussel og París halda upp á daginn í ár með því að loka stórum borgarhlutum fyrir bílaumferð.Að jafnaði 45 mínútur í bíl á hverjum degi Í Reykjavík hefur einkabíllinn verið ríkjandi ferðamáti á í áratugi og það er lítið að breytast. Hér eyðir meðalmaðurinn 45 mínútum inni í bíl á hverjum einasta degi. 78% íbúa höfuðborgarsvæðisins fara milli staða á eigin bíl og hlutfallið fer í 81% að meðtöldum þeim sem eru farþegar í einkabíl. Algjör minnihluti ferðast mest á hjóli, eða aðeins 4% en örlítið fleiri fara fótgangandi (6%) eða með strætó (7%).Komust upp á lagið með bílleysið í Svíþjóð Í Hlíðunum í Reykjavík býr fjölskylda sem tilheyrir einmitt þessum minnihlutahópi. Eins og á við um marga þá tileinkuðu þau Friðrik Steinn Friðriksson og Brynja Sveinsdóttir sér bíllausan lífsstíl á meðan þau voru í námi erlendis og segja þetta að stórum hluta spurningu um hurgarfar. „Eftir að hafa búið í Stokkhólmi þá fengum við að kynnast því að samgöngur geta tekiðlangan tíma, við vorum held ég bæði 40 mínútur í skólann,“ segir Friðrik Steinn og Brynja tekur undir. „Já maður vandist því svolítið að gefa sér tíma til að komast á milli staða og frekar en að hugsa um að komast hratt frá punkti A að punkti B þá frekar aðgeta bara setið og lesið bók eða hlustað á tónlist."Umferðarteppa á Miklubraut.GVAHeppin að vera vel tengd með strætó Hugarfarið skilar fólki þó aðeins hálfa leið. Þau segjast heppin að geta skipulagt líf sitt innan lítils radíus. Brynja tekur strætó í vinnuna í Kópavog en vinna og skóli hjá feðgunum eru í göngufjarlægð frá heimilinu. „Ég geng eiginlega allt sem ég fer. Svo náttúrulega tekur maður strætó eða eða fær lánaðan bíl. Það er nú bara þannig borgarskipulag sem við búum í,” segir Friðrik.Hata ekki einkabílinn Þau þverneita því fyrir að vera sérstakir hatursmenn einkabílsins, eins og þeim sem lifa bíllausum lífsstíl er stundum brigslað um. „Nei, nei. Við erum með bílpróf og eins og ég segi þá fáum við alveg lánaðan bíl. Það eru örugglegu fleiri sem eru ástríðufyllri í þessu en við. Þetta bara hentar okkur,” segir Friðrik Steinn.Fleiri ættu að kanna hvort þetta gangi upp Brynja segir það líka hafa komið ánægjulega á óvart hversu vel það gangi upp hjá þeim að vera bíllaus á Íslandi þótt hér sé ekki lestarsamgöngukerfi eins og þau áttu að venjast í Stokkhólmi. „Við höfum kannski komist að því að þetta er auðveldara en maður bjóst við. Það sem kom mér allavega á óvart er hvað strætó getur sinnt því hlutverki, ég bjóst einhvern veginn við því að það yrði allt miklu flóknara að gera þetta hérna heima.“ Margir haldi að það sé bara hægt að vera bíllaus í útlöndum en sú sé ekki raunin. „Auðvitað væri frábært að sjá lestar á Íslandi, en fólk mætti samt alveg athuga held ég oftar hvort þetta sé hægt með þeim úrræðum sem eru til staðar.“Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að stefnt sé að því bæta þjónustu strætó enn frekar með frekari upplýsingagjöf með hjálp nútímatækni eins og appsins, sem gefið hefur góða raun.Strætó boðar nýjungar Í tilefni bíllausa dagsins var einmitt ókeypis í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag og verður áfram til miðnættis. Fréttastofa hitti Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóra strætó sem segist hiklaust finna fyrir því að fleiri nýti sér þessar almenningssamgöngur. Þjónustan sé enda auðveld, það þurfi bara að læra á hana. „Við sjáum að það eru fleiri og fleiri að koma. Bæði seljum við fleiri kort en áður og appið hefur tikkað gríðarlega vel inn, þetta er auðveldur greiðslumáti og það hjálpar til," segir Jóhannes. Hann tekur undir að það geti þurft smá breytingu á hugarfari hjá þeim sem eru að byrja að nota strætó í daglegu lífi. Almenningssamgöngur hai hinsvegar mikinn meðbyr núna um allan heim og strætó hyggst nýta sér það, m.a. með því að nýta tækninýjungar til að bæta þjónustuna. „Við ætlu að koma upp sjálfvirku talningakerfi, þróa appið áfram og nýta talningakerfið til að koma upplýsingum til notenda janfnóðum um það til dæmis hvort vagninn sé fullur eða hálfur og svo framvegis.“
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira