Innlent

Pólitískur formáli í námsbók

Snærós Sindradóttir skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík á busadegi.
Menntaskólinn í Reykjavík á busadegi. Fréttablaðið/stefán
„Með ákvörðun menntamálaráðherra um að miða skuli við að allir nemendur ljúki námi í framhaldsskólum á þremur árum er nokkur vandi á höndum. Vandinn felst ekki síst í því að skera þarf niður námsefni.“ Svona hljómar upphaf formála í nýrri stærðfræðibók fyrir nýnema í Menntaskólanum í Reykjavík.

Skólinn var settur í gær og nýnemar boðnir velkomnir en í skugga þess að starfsfólk Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki farið dult með þá skoðun sína að styttingin sé neikvæð.

Yngvi Pétursson rektor MR
„Það hefur ekkert farið á milli mála að við höfum barist fyrir því að hafa þetta með öðrum hætti,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

„Við reynum bara að gera okkar besta. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að undirbúa nemendur fyrir háskólann. Þess vegna þurfum við að breyta kerfinu og það er þetta nýja kerfi sem við erum með,“ segir Yngvi.

Búið er að fella út byrjunaráfanga allra kjarnagreinanna fjögurra; ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði. Þess í stað miðar skólinn við að þá þekkingu fái nemendur í tíunda bekk. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×